Vinnuskóla krísa!

Sæl, kæru forráðamenn!
Vegna mistaka í fyrri umsókn verðum við að biðja ALLA nemendur sem ætla að vinna hjá okkur í sumar um að skila aftur inn umsókn.  Búið er að opna fyrir nýja umsókn á heimasíðu Reykjanesbæjar undir laus störf.

https://www.reykjanesbaer.is/is/stjornsysla/atvinna/laus-storf

Við biðjumst innilega afsökunar á þessum óþægindum.

Athugið að þetta á aðeins við um nemendur 8.-9.-10. bekkjar.

Bestu kveðjur
Berglind Ásgeirsdóttir, forstöðumaður Vinnuskóla Reykjanesbæjar.

Advertisements

Launin 2019! eða svona næstum…

Eins og þið vitið flest þá eru kjaraviðræður í gangi þessa dagana og bíðum við spennt eftir að fá staðfesta nýja kjarasamninga, en laun vinnuskóla eru prósentu tengd launatöflu og því getum við ekki gefið út staðfestar tölur að svo stöddu.

Hér er samt tafla sem hægt er að miða við þar til annað kemur í ljós.

frá 1.4.2019 samningar lausir,  nýjar tölur koma síðar
Launaflokkur 115 285.758
Hópur Hlutfall Tímakaup Orlof 10,17% Samtals m/orlofi
9.bekkur 40% 702,96 71,49 774,46
10.bekkur 50% 878,71 89,36 968,07
17 ára 82% 1.441,08 146,56 1.587,64
18 ára 100% 1.757,41 178,73 1.936,14

Bestu kveðjur!
Berglind Ásgeirsdóttir

Fjölskylduvænni vinnuskóli sumarið 2019!

Starfsemi vinnuskóla sumarið 2019 verður með breyttu sniði en ber þar helst að nefna að nemendur 8 bekkjar verða aftur partur af vinnuteymi okkar. (woob, woob)

Við fjölgum einnig vinnustundum sem hver nemandi hefur kost á að vinna hjá okkur, með því að stytta vinnudaginn en á sama tíma fjölga þeim dögum sem hægt er að vinna.  En það ætti að létta á mörgum heimilum að vinna sé í boði fleiri daga svo að unglingurinn fari snemma á fætur og hafi dagskrá að fylgja.

Nemandi í samráði við forráðamenn getur því fyllt upp í sumardagskrá sína á starfstíma vinnuskóla og komið til vinnu þá daga sem hann stundar ekki skipulagðar tómstundir, er í fríi með forráðamönnum eða annað sem forráðamenn ákveða með nemanda.
Vinnutímabil verður því samfleytt og hverri fjölskyldu í lófa lagt á hvaða tíma nemandi er í vinnu og hvenær hentar nemanda að fara í frí en við gerum ráð fyrir að nemandi taki sér minnstakosti 4 vinnudaga í frí, sem samsvarar einni vinnuviku þar sem ekki er unnið á föstudögum.  En auðvitað er öllum nemendum frjálst að taka allt það frí sem þarf í samráði við forráðamenn.

Starfstímabil vinnuskólans verður því frá 11. Júní til og með 31. Júlí sumarið 2019.
Vinnutími nemenda verður frá 08:30 til 15:30 – hádegismatur verður áfram klukkustund þar sem hlé er gert á vinnu og vinna því nemendur 6 klukkustundir á dag.

Á starfstíma verður einnig aukin áhersla á fræðslu og upplyftingu, samhliða því að vinna að fegrun bæjarins og munum við birta viðburða dagatal vinnuskóla áður en við hefjum starfið formlega.

Við munum halda áfram að byggja upp starfið og gera vinnuskóla Reykjanesbæjar að enn betri vinnustað fyrir ungt fólk, auka sýnileika okkar á samfélagsmiðlum með fyrir og eftir mynda samkeppni og vonumst til að auka enn á þá jákvæðni sem við finnum fyrir frá íbúum.

Bestu Kveðjur!
Berglind

Opið fyrir umsóknir nemenda 9-10

Hér er beinn hlekkur á umsókn fyrir nemendur sem eru að klára 8-10 bekk í grunnskóla. 

Einnig minnum við á hagnýtar upplýsingar hér fyrir ofan.. þar eru allar helstu upplýsingar um sumarið 2019.

Kveðja Berglind

Garðyrkjuhópur Vinnuskóla

Búið er að opna fyrir umsóknir í garðyrkjuhóp vinnuskóla sem er ætlaður nemendum 17 ára og eldri.  Smellið hér til að fara beint í umsókn!

Þessum hópi býðst vinna í júní og júlí 2018 – mögulega einhver vinna eftir verslunarmanna helgi fyrir duglegustu nemendurna.

Vinnutími er frá 08:00 til 16:00 frá mánudegi til fimmtudags, en ekki er unnið á föstudögum í sumar.

Allar frekari upplýsingar ættu að vera í “Hagnýtar upplýsingar” hér að ofan.

Kveðja Berglind Ásgeirsdóttir
Umhverfismiðstöð Reykjanesbæjar
Berglind.asgeirsdottir@reykjanesbaer.is

Sumar 2018

Búið er að opna fyrir umsóknir fyrir sumarið 2018!
Við minnum á að skoða “hagnýtar upplýsingar” hér á síðunni fyrir fullt af allskonar upplýsingum um allskonar.

Smellið hér til að fara beint í umsókn!

Gleðilega Páska!
Berglind

Skil á skattkorti sumar 2017

Breytingar hafa verið gerðar á skilum á skattkortum og eru þau nú með rafrænum hætti. Mikilvægt er að nemendur skili til laundeildar tímalega fyrir fyrstu útborgun launa til að laun þeirra skili sér að fullu.

Þau skjöl sem þarf að skila til launadeildar eru upplýsingar um nýtingarhlutfall skattkorts og yfirlit launagreiðanda sem hægt er að nálgast á heimasíðu rsk.is. Hér að neðan eru leiðbeiningar um hvar skjalið er að finna.

Skila ber þessum upplýsingum á tölvupósti,  launadeild@reykjanesbaer.is

This slideshow requires JavaScript.

29. mars – Umsókn er opin

Búið er að opna fyrir umsókn nemenda í vinnuskólann sumarið 2017.
Umsóknina er að finna á http://www.reykjanesbaer.is undir laus störf.
Hér er bein slóð í umsókn:
Smellið hér til að fara beint í umsókn.

Munið að hafa reikningsnúmerið við höndina og passið að reikninsnúmerið verður að vera tengt kennitölu nemenda svo hægt sé að greiða laun inn á reikninginn.

Kveðja Berglind

21. mars 2017

Þessa dagana erum við að klára að ráða inn flokkstjórana okkar en í ár var mikil aðsókn í flokkstjóra hlutverkið eða 48 umsóknir fyrir aðeins 15 pláss.  Einnig er ánægjulegt að sjá hversu margir koma til okkar aftur af þeim sem hafa verið áður bæði hjá okkur sem flokkstjórar eða í garðyrkjuhópinum.  Þetta verður frábært sumar.
Ýmislegt spennandi verður á dagskrá í sumar en er þar helst að nefna verkefnið Látum verkin tala, Verknámssmiðjur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja dagana 19-22. júní.
Verkefnið er fyrir nemendur í 9 bekk en smiðjurnar eru á A tímabilinu og eru að sjálfsögðu einnig opnar nemendum á B tímabili.
Þar fá nemendur vinnuskólans sem voru að klára 9. bekk  kynningu á þeim iðnbrautum sem kenndar eru við skólann og prufa sig áfram í verknámssmiðju.  Í umsókn munu þau velja sér tvær greinar en í boði er háriðn, textíl, rafmagn, trésmíði og málmsuða.  Virkilega spennandi verkefni þar sem markmiðið er að kynna grunnskólanemendur fyrir iðnnámi og glæða áhuga þeirra á þessum valmöguleikum.
Tímabilin í ár eru eftirfarandi:
A tímabil 6. júní til 29. júní en á A tímabili er unnið föstudaginn 16. júní.
B tímabil 3. júlí til 27. júlí, ekki er unnið neinn föstudag á B tímabili.
Við hlökkum til að sjá ykkur í sumar!
Kveðja starfsfólk vinnuskóla Reykjanesbæjar.

8. júní – sumarið er komið!

Loksins fara krakkarnir að mæta til okkar!
Við hlökkum svo til að hitta A tímabils krakkana á morgun, mæting er við Reykjaneshöllina klukkan átta.  Flokkstjórar og garðyrkjuhópurinn eru núþegar byrjuð á hinum ýmsu verkefnum en helst höfum við haldið okkur í skrúðgarðinum og þessum helstu stofnæðum eins og Hafnargötu og Hringbraut.
Við viljum biðja akandi vegfarendur að hægja á sér þegar þið sjáið okkur því við erum oft á tíðum að vinna meðfram akbraut, en við erum í gulum vestum og ættum því ekki að fara framhjá neinum.
Nemendur sem koma til okkar munu einnig vera í vestum við sín störf og því sýnileg í umhvefinu.
Fyrir og eftir myndaleikurinn verður á sínum stað en við erum að semja við fyrirtæki hér í bæ um verðlaunin sem í boði verða og munum auglýsa það rækilega þegar allt er komið á hreint.
Þetta verður frábært sumar!

%d bloggers like this: