Árgangur 2003 velkomin!

Sú breyting var samþykkt í síðustu viku að allir einstaklingar sem verða 17 ára í ár (fædd 2003) eru nú velkomin í vinnuskólann.

Þetta er virkilegt fagnaðarefni og tökum við vel á móti þeim, en nú þarf að hafa hraðar hendur og skila inn umsókn sem fyrst. Forráðamenn fara inn á vinnuskoli.reykjanesbaer.is með rafrænum hætti og skrá þar inn upplýsingar um nemanda.

Vinna hefst mánudaginn 8. Júní og er vinnutíminn frá 8:30 til 15:30 – hádegismatur milli 11:30 og 12:30.  Vinna er mánudag til fimmtudag en ekki er unnið á föstudögum í sumar.

Námsmenn sem eru 18 ára á árinu eða eldri skella sér inn á heimasíðu Reykjanesbæjar og kíkja þar undir laus störf en þar er að finna fjöldann allan af sumarstörfum sem eru opin til umsóknar.  ATH að þessi störf námsmanna henta þeim sem voru í skóla og eru á leið aftur í skóla í haust.

Hlýjar kveðjur!
Berglind Ásgeirsdóttir, forstöðumaður Vinnuskóla Reykjanesbæjar.
berglind.asgeirsdottir@reykjanesbaer.is

Opið fyrir umsóknir!

Vinnuskólinn 2020!  

Starfsemi vinnuskóla sumarið 2020 verður vonandi með sama sniði og sumarið 2019.
Við ætlum samt ekki að stressa okkur of mikið á því að gefa út nákvæma dagskrá fyrr en nær dregur svo við getum auðveldlega hagað Vinnuskólanum eftir mögulegum samkomureglum í júní og júlí, en við erum búin að opna fyrir nýja umsóknarformið okkar!  Þar sem forráðamenn skrá sig inn með rafrænum skilríkjum.
Við biðjum ykkur um að hafa samband á netfangið berglind.asgeirsdottir@reykjanesbaer.is ef vandamál koma upp við gerð umsóknar og við munum hafa samband eftir páska.
Umsókn í vinnuskóla 2020 er að finna á vinnuskoli.reykjanesbaer.is

bærinn okkar2

En til að rifja upp hvernig skipulagið var síðasta sumar þá fjölguðum við vinnustundum sem hver nemandi hefur kost á að vinna hjá okkur, með því að stytta vinnudaginn og fjölga þeim dögum sem hægt er að vinna.  Með þessu skipulagi vonuðumst við til þess að létta á heimilum og hjálpa nemendum okkar til þess að fara snemma á fætur flesta daga og hafi dagskrá að fylgja.

Nemandi í samráði við forráðamenn getur því fyllt upp í sumardagskrá sína á starfstíma vinnuskóla og komið til vinnu þá daga sem hann stundar ekki skipulagðar tómstundir, er í fríi með forráðamönnum eða annað sem forráðamenn ákveða með nemanda.
Við gerum ráð fyrir að nemandi taki sér minnstakosti fjóra vinnudaga í frí á þessum vikum, sem samsvarar einni vinnuviku þar sem ekki er unnið á föstudögum.

Við munum birta nánari dagsetningar þegar nær dregur, en stefnum að því að taka nemendur til vinnu mánudaginn 8. júní.
Vinnutími nemenda verður frá 08:30 til 15:30 – hádegismatur verður áfram klukkustund þar sem hlé er gert á vinnu og vinna því nemendur 6 klukkustundir á dag.

Á starfstíma verður einnig aukin áhersla á fræðslu og upplyftingu, samhliða því að vinna að fegrun bæjarins.

Við munum halda áfram að byggja upp starfið og gera vinnuskóla Reykjanesbæjar að enn betri vinnustað fyrir ungt fólk, auka sýnileika okkar á samfélagsmiðlum með fyrir og eftir mynda samkeppninni sívinsælu og vonumst til að auka enn á þá jákvæðni sem við finnum fyrir frá íbúum.

Athugið! Umsókn fyrir störf 17 ára og eldri er að finna á heimasíðu Reykjanesbæjar – undir laus störf. 

Launataflan 2020

laun 2020

 

Bestu kveðjur og Gleðilega Páska!
Berglind Ásgeirsdóttir
Forstöðumaður Vinnuskóla Reykjanesbæjar

Sumarið 2020

Með hverjum degi þá styttist í sumarvinnuna og margir eru byrjaðir að skipuleggja tímann sinn og bíða í ofvæni eftir bjartari dögum.
Vinnuskólinn mun starfa með sama sniði og sumarið 2019.
Nemendur Vinnuskóla eru að klára 8.-9. og 10. bekk og geta unnið allt að 150 klst á 8 vikna tímabili, tímabilið hefst 8. júní og lýkur 30. júlí.  (Að svo stöddu gerum við ráð fyrir að skólahald í grunnskólum ljúki um mánaðarmótin 1. júní en munum auðvitað endurmeta stöðu vinnuskólans ef einhver breyting verður á skólaárinu.)
Vinnudagurinn hefst kl 8:30, 11:30 til 12:30 er hádegismatur og svo er unnið til 15:30. Samtals er unnið sex klukkustundir á dag.
Ekki er unnið á föstudögum.
Nemendur eru hvattir til þess að hafa með sér hollt og gott nesti fyrir kaffitímana, en farið er í 15 mín kaffipásur sitthvorumegin við hádegið.

Launataflan fyrir sumarið 2020 er í vinnslu og birtum við hana um leið og hún er tilbúin.

Garðyrkjuhópur Vinnuskólans er ætlaður starfsmönnum sem eru 17 ára og eldri.
Starfstími Garðyrkjuhópsins er frá 1. júní til 31. júlí.
Vinnudagurinn hefst kl 08:00, 11:30 til 12:30 er hádegismatur og svo er unnið til 16:00.
Samtals er unnið sjö klukkustundir á dag.
Ekki er unnið á föstudögum.
Starfsmenn eru hvattir til að taka með sér hollt og gott nesti fyrir kaffitímana, en farið er í 15 mín pásu fyrir hádegi og 20 mín pásu eftir hádegi.

Það kemur sumar eftir hvern vetur.
Bestu kveðjur Berglind, forstöðumaður Vinnuskóla.

Útborgun í dag!

Við minnum á að launatímabilið fimmtánda til fjórtánda hvers mánaðar og því eru flestir nemendur að fá greidda núna dagana 11. júní, 12. júní og 13. júní.
Ekki örvænta! Aðrir vinnudagar í júní eru á næsta launatímabili. 🙂

Við minnum einnig á að gott er að skoða launaseðlana sína og passa uppá tímana sína því auðvitað geta mistök alltaf átt sér stað.

Ef þú telur þig þurfa leiðréttingu getur þú sent póst á berglind.asgeirsdottir@reykjanesbaer.is og við skoðum þetta með þér.

Bestu kveðjur
Berglind

Við byrjum á Þriðjudaginn!

Sæl öll!
Þeir nemendur sem mæta til okkar í hefðbundna umhverfishópa geta byrjað næstkomandi þriðjudag, 11. júní klukkan hálf níu.
Mæting er við Reykjaneshöllina, en þar hitta þau alla flokkstjóra, yfirflokkstjóra og mig.
Hóparnir fara svo samferða í sín hverfi.
Matur er frá 11:30 til 12:30 og vinna svo til klukkan 15:30.

Hlökkum til að sjá ykkur!
Minnum nemendur sem voru að klára 10 bekk að athuga skil á skattkorti. Sjá flipa efst á síðu.

Bestu kveðjur!
Berglind

Launatafla 2019

Ný launatafla hefur litið dagsins ljós!
Eins og þið sjáið þá eru 8-9.bekkur á sama taxta kaupi en svo er örlítil hækkun hjá 10. bekk og enn meiri hækkun hjá 17 ára og eldri hópnum okkar.

laun 2019

Garðyrkjuhópur 17 ára og eldri byrjaði síðasta mánudag en nemendur 8. – 9. og 10. bekkjar byrja þriðjudaginn 11. júní!
Hlökkum til að sjá ykkur.

Bestu Kveðjur Berglind

Vinnuskóla krísa!

Sæl, kæru forráðamenn!
Vegna mistaka í fyrri umsókn verðum við að biðja ALLA nemendur sem ætla að vinna hjá okkur í sumar um að skila aftur inn umsókn.  Búið er að opna fyrir nýja umsókn á heimasíðu Reykjanesbæjar undir laus störf.

https://www.reykjanesbaer.is/is/stjornsysla/atvinna/laus-storf

Við biðjumst innilega afsökunar á þessum óþægindum.

Athugið að þetta á aðeins við um nemendur 8.-9.-10. bekkjar.

Bestu kveðjur
Berglind Ásgeirsdóttir, forstöðumaður Vinnuskóla Reykjanesbæjar.

Launin 2019! eða svona næstum…

Eins og þið vitið flest þá eru kjaraviðræður í gangi þessa dagana og bíðum við spennt eftir að fá staðfesta nýja kjarasamninga, en laun vinnuskóla eru prósentu tengd launatöflu og því getum við ekki gefið út staðfestar tölur að svo stöddu.

Hér er samt tafla sem hægt er að miða við þar til annað kemur í ljós.

frá 1.4.2019 samningar lausir,  nýjar tölur koma síðar
Launaflokkur 115 285.758
Hópur Hlutfall Tímakaup Orlof 10,17% Samtals m/orlofi
9.bekkur 40% 702,96 71,49 774,46
10.bekkur 50% 878,71 89,36 968,07
17 ára 82% 1.441,08 146,56 1.587,64
18 ára 100% 1.757,41 178,73 1.936,14

Bestu kveðjur!
Berglind Ásgeirsdóttir

Fjölskylduvænni vinnuskóli sumarið 2019!

Starfsemi vinnuskóla sumarið 2019 verður með breyttu sniði en ber þar helst að nefna að nemendur 8 bekkjar verða aftur partur af vinnuteymi okkar. (woob, woob)

Við fjölgum einnig vinnustundum sem hver nemandi hefur kost á að vinna hjá okkur, með því að stytta vinnudaginn en á sama tíma fjölga þeim dögum sem hægt er að vinna.  En það ætti að létta á mörgum heimilum að vinna sé í boði fleiri daga svo að unglingurinn fari snemma á fætur og hafi dagskrá að fylgja.

Nemandi í samráði við forráðamenn getur því fyllt upp í sumardagskrá sína á starfstíma vinnuskóla og komið til vinnu þá daga sem hann stundar ekki skipulagðar tómstundir, er í fríi með forráðamönnum eða annað sem forráðamenn ákveða með nemanda.
Vinnutímabil verður því samfleytt og hverri fjölskyldu í lófa lagt á hvaða tíma nemandi er í vinnu og hvenær hentar nemanda að fara í frí en við gerum ráð fyrir að nemandi taki sér minnstakosti 4 vinnudaga í frí, sem samsvarar einni vinnuviku þar sem ekki er unnið á föstudögum.  En auðvitað er öllum nemendum frjálst að taka allt það frí sem þarf í samráði við forráðamenn.

Starfstímabil vinnuskólans verður því frá 11. Júní til og með 31. Júlí sumarið 2019.
Vinnutími nemenda verður frá 08:30 til 15:30 – hádegismatur verður áfram klukkustund þar sem hlé er gert á vinnu og vinna því nemendur 6 klukkustundir á dag.

Á starfstíma verður einnig aukin áhersla á fræðslu og upplyftingu, samhliða því að vinna að fegrun bæjarins og munum við birta viðburða dagatal vinnuskóla áður en við hefjum starfið formlega.

Við munum halda áfram að byggja upp starfið og gera vinnuskóla Reykjanesbæjar að enn betri vinnustað fyrir ungt fólk, auka sýnileika okkar á samfélagsmiðlum með fyrir og eftir mynda samkeppni og vonumst til að auka enn á þá jákvæðni sem við finnum fyrir frá íbúum.

Bestu Kveðjur!
Berglind

Opið fyrir umsóknir nemenda 9-10

Hér er beinn hlekkur á umsókn fyrir nemendur sem eru að klára 8-10 bekk í grunnskóla. 

Einnig minnum við á hagnýtar upplýsingar hér fyrir ofan.. þar eru allar helstu upplýsingar um sumarið 2019.

Kveðja Berglind

%d bloggers like this: